It looks like you are using an older version of Internet Explorer which is not supported. We advise that you update your browser to the latest version of Microsoft Edge, or consider using other browsers such as Chrome, Firefox or Safari.

1. Samþykki

Aðgangur þinn að og notkun þessarar vefsíðu eru háð eftirfarandi skilmálum og öllum gildandi lögum. Með því að fá aðgang að og vafra um vefsíðuna, samþykkir þú án takmarkana og fyrirvara þessa skilmála og staðfestir að þessi samningur kemur í stað allra annarra samninga milli þín og Novartis Pharma AG um notkun þessarar vefsíðu og hafa þeir hvorki gildi né áhrif.

2. Heilbrigðisupplýsingar/sjúkdómar

Vöruupplýsingarnar á vefsíðunni eru frá Novartis Pharma AG og eru eingöngu ætlaðar til að veita almennar upplýsingar. Mörg af þeim lyfjum og lækningatækjum sem eru skráð fást aðeins gegnum ávísun læknis eða hæfs heilbrigðisstarfsmanns og ekki er víst að þau séu öll fáanleg í öllum löndum. Ekki er ætlunin að veita heildstæðar heilbrigðisupplýsingar með þessum vöruupplýsingum. Ef þú ert með sjúkdóm skaltu tafarlaust hafa samband við lækni eða heilbrigðisstarfsmann. Við veitum enga sjúkdómsgreiningu fyrir einstaklinga eða sértæka meðferðarráðgjöf fyrir sjúklinga. Ávallt skal afla allra heilbrigðisupplýsinga í tengslum við lyfseðilsskyld lyf eða lækningatæki (þ.m.t. gagnleg notkun í læknisfræðilegum tilgangi og hugsanlegar aukaverkanir) með því að ræða viðeigandi notkun lyfs/lyfja eða lækningatækja beint við lækninn sem ávísar lyfinu eða annan ráðgjafa á sviði heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn geta fengið allar heilbrigðisupplýsingar í fylgiseðli. Upplýsingar varðandi vörurnar kunna að vera mismunandi eftir löndum. Sjúklingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa samband við sjúkrastofnanir og eftirlitsyfirvöld á viðkomandi stað til að fá þær upplýsingar sem eiga við í viðkomandi landi. Auk þess takmarka gildandi reglur í ýmsum löndum (eða banna í sumum tilfellum) rétt Novartis Pharma AG til að veita upplýsingar og/eða til að svara beint spurningum sjúklings með tilliti til vara sem krefjast ávísunar læknis eða heilbrigðisstarfsmanns. Novartis Pharma AG mun hins vegar svara beiðnum frá hæfum heilbrigðisstarfsmönnum og veita þeim upplýsingar í samræmi við gildandi reglur.

3. Notkun upplýsinga

Þér er frjálst að vafra um vefsíðuna en aðgangur, niðurhal eða notkun upplýsinga á vefsíðunni, þ.m.t. hvað varðar texta, myndir, hljóðskrár og myndbönd („upplýsingar"), skal eingöngu vera til persónulegra nota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Ekki má dreifa, breyta, senda áfram, endurnota, endurbirta eða nota upplýsingarnar í viðskiptalegum tilgangi nema að fengnu skriflegu leyfi frá Novartis Pharma AG. Þú þarft að hafa í huga og fylgja öllum ábendingum um höfundarrétt eða séreignarrétt í öllum upplýsingum sem halaðar eru niður. Gera skal ráð fyrir að allt sem fram kemur á vefsíðunni sé varið höfundarrétti nema annað komi fram og að ekki megi nota það, nema samkvæmt þessum skilmálum eða texta á vefsíðunni, án skriflegs samþykkis Novartis Pharma AG. Novartis Pharma AG ábyrgist hvorki né svarar fyrir að notkun þín á efni sem fram kemur á vefsíðunni brjóti ekki í bága við réttindi þriðja aðila utan eigu eða eignatengsla við Novartis Pharma AG, nema slíkt sé á annan hátt heimilt samkvæmt þessari málsgrein. Að frátalinni framangreindri heimild, sem er takmörkum sett, er þér ekki gefin heimild eða veittur réttur í upplýsingunum eða höfundarréttur frá Novartis Pharma AG eða öðrum aðila.

4. Vörumerki/séreignarréttur

Ganga skal út frá að öll vöruheiti sem koma fram á vefsíðunni, hvort sem þau eru skrifuð með stórum stöfum, skáletruð eða ásamt tákni vörumerkis, séu vörumerki Novartis. Vefsíðan getur einnig innihaldið eða vísað til einkaleyfa, upplýsinga sem á er einkaréttur, tækni, vara, aðferða eða annars séreignaréttar í eigu Novartis og/eða annarra aðila. Engin heimild eða réttur á slíkum vörumerkjum, einkaleyfum, viðskiptaleyndarmálum, tækni, vörum, aðferðum eða öðrum séreignarrétti Novartis Pharma AG og/eða annarra aðila er gefinn eða veittur þér. Öll vöruheiti sem birt eru skáletruð á þessari vefsíðu eru í eigu eða notuð með veittu leyfi til Novartis Group.

5. Fyrirvari um ábyrgð

Þrátt fyrir að Novartis Pharma AG leggi sig fram við að veita nákvæmar og uppfærðar upplýsingar á vefsíðunni er mögulegt að upplýsingarnar séu ónákvæmar eða innihaldi prentvillur. Novartis Pharma AG áskilur sér rétt til að breyta, leiðrétta og/eða bæta upplýsingarnar og það sama á við um vörur og forrit sem lýst er í upplýsingunum, hvenær sem er og án fyrirvara. Novartis Pharma AG ábyrgist ekki eða gengst við því að upplýsingar séu nákvæmar. Novartis Pharma AG ber enga skaðabótaskyldu eða ábyrgð hvað varðar villur eða yfirsjónir í efni vefsíðunnar. Allar upplýsingar eru veittar eins og þær koma fyrir. Novartis ábyrgist ekki heilleika eða nákvæmni upplýsinganna á vefsíðunni eða mögulegrar notkunar þeirra. Þar af leiðandi skulu gestir vefsíðunnar meta efni hennar vandlega. Hvorki Novartis AG, né önnur fyrirtæki Novartis Group, né annar aðili sem tekur þátt í sköpun, framleiðslu eða dreifingu vefsíðunnar ber ábyrgð á neinum beinum, tilfallandi, afleiddum eða refsiverðum skaða sem verður vegna aðgangs að, notkunar eða skorts á getu til að nota vefsíðuna, eða villum eða yfirsjónum í efni vefsíðunnar. Sum lögsagnarumdæmi leyfa ekki útilokun á óbeinum ábyrgðum, þannig að ekki er víst að ofangreind útilokun eigi við um þig. Novartis Pharma AG tekur heldur enga ábyrgð og er ekki skaðabótaskylt hvað varðar tjón á eða vírusa sem geta sýkt tölvubúnað þinn eða aðra eign vegna aðgangs þíns að eða notkunar á upplýsingunum. Novartis Pharma AG áskilur sér rétt til að hætta að stafrækja vefsíðuna hvenær sem er án fyrirvara og án skaðabótarskyldu.

6. Upplýsingar sem þú veitir okkur

Að frátöldum upplýsingum sem falla undir stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins, falla samskipti eða efni sem þú sendir gegnum síðuna með tölvupósti eða öðrum hætti, þ.m.t. gögn, spurningar, tillögur og slíkt, ekki undir trúnaðarmál eða séreignarétt og ekki verður farið með þau sem slík. Allt sem þú sendir áfram eða færir inn verður eign Novartis Pharma AG eða hlutdeildarfélaga þess og má nota í hvaða tilgangi sem er, þ.m.t. en ekki takmarkað við endurgerð, birtingu, sendingar, útgáfu, útsendingu og færslur. Auk þess er Novartis Pharma AG frjálst að nota allar hugmyndir, hugtök, þekkingu eða tækni sem fram koma í samskiptum gegnum vefsíðuna, án þess að greiða þér fyrir, í hvaða tilgangi sem er, þ.m.t. en ekki takmarkað við þróun, framleiðslu og markaðssetningu vara með hjálp viðkomandi upplýsinga.

7. Vöruúrval á heimsvísu

Vefsíðan kann að innihalda upplýsingar um vörur og þjónustu á heimsvísu, en ekki er allt fáanlegt á öllum stöðum. Tilvísun í vöru eða þjónustu á vefsíðunni þýðir ekki að slík vara eða þjónusta sé eða verði fáanleg þar sem þú býrð. Reglufestar kröfur geta verið mismunandi eftir löndum hvað varðar vörurnar sem vísað er í á vefsíðunni. Þar af leiðandi er mögulegt að þeir sem skoða vefsíðuna fái upplýsingar um að tilteknir hlutar vefsíðunnar séu aðeins ætlaðir tilteknum sérfræðingum eða aðeins ætlaðir aðilum í tilteknum löndum. Ekki skal túlka neitt sem fram kemur á vefsíðunni sem kynningu eða auglýsingu fyrir vöru eða notkun vöru sem ekki er leyfð samkvæmt lögum og reglum í heimalandi þínu.

8. Fyrirvari

Ekkert sem fram kemur á vefsíðunni er boð eða tilboð til fjárfestingar eða viðskipta hvað varðar verðbréf eða bandarísk vörsluskírteini (ADR) í Novartis. Einkum kunna raunverulegar niðurstöður og þróun að reynast efnislega öðruvísi en samkvæmt horfum, áliti og væntingum sem fram koma á vefsíðunni og ekki er hægt að stóla á fyrri árangur varðandi gildi verðbréfa til að spá fyrir um framtíðarárangur.

9. Hlekkir á þessa vefsíðu

Novartis Pharma AG hefur ekki skoðað neinar af vefsíðum þriðja aðila sem fela í sér hlekk á þessa vefsíðu og ber ekki ábyrgð á efni neinna slíkra vefsíðna á öðrum stöðum eða annarra vefsíðna sem eru tengdar vefsíðunni. Ef þú óskar eftir því að setja hlekk af þessari vefsíðu á þína vefsíðu máttu aðeins setja inn hlekk heimasíðunnar. Ekki má setja inn hlekki á neinar aðrar síður vefsíðunnar án skriflegs samþykkis Novartis Pharma AG. Á sama hátt er bannað að setja inn tilvitnanir í eða nota einn eða fleiri hluta vefsíðunnar á síðum þriðja aðila án skriflegs samþykkis.

10. Hlekkir á aðrar vefsíður

Hlekkir á vefsíður þriðja aðila kunna að koma fram til upplýsingar eða þæginda fyrir gesti vefsíðunnar. Við munum leggja okkur fram um að upplýsa þig um að skilmálar og stefna varðandi friðhelgi einkalífsins kunni að vera með öðru sniði á vefsíðu þriðja aðila, þegar þú yfirgefur vefsíðu okkar. Hins vegar samþykkir Novartis Pharma AG enga skaðabótaskyldu hvað varðar hlekki hjá okkur yfir á aðrar síður og einkum berum við ekki ábyrgð á nákvæmni eða lögmæti viðkomandi efnis. Við samþykkjum enga skaðabótaskyldu vegna brota eða yfirsjóna hvað varðar stefnu þriðja aðila varðandi friðhelgi einkalífsins.

11. Færslur á þessari vefsíðu

Þrátt fyrir að Novartis Pharma AG kunni öðru hverju að hafa eftirlit með eða skoða samtöl, spjall, færslur, sendingar, vefþing og slíkt á vefsíðunni, er Novartis Pharma AG ekki skylt að gera slíkt og ber enga ábyrgð eða skaðabótaskyldu hvað varðar efni á slíkum stöðum, eða hvað varðar villur, meiðyrði, ærumeiðingar, rógburð, yfirsjónir, ósannindi, kynningarefni, ruddaskap, klám, grófyrði, hættu, birtingu á persónuupplýsingum eða ónákvæmar upplýsingar á slíkum stöðum á vefsíðunni. Þér er ekki heimilt að færa inn eða senda áfram efni sem er ólöglegt, í kynningarskyni, ógnandi, ærumeiðandi, ruddalegt, hneykslanlegt, fjandsamlegt, klámfengið eða gróft eða efni sem myndi teljast glæpsamlegt, falla undir einkaréttarábyrgð eða brjóta einhver lög með öðrum hætti. Novartis Pharma AG mun sýna fulla samvinnu við löggæsluyfirvöld eða samkvæmt dómsúrskurði með beiðni eða fyrirskipun um að Novartis Pharma AG birti auðkenni einstaklings sem setur inn færslur með slíkum upplýsingum eða efni.

12. Afleiðingar

Ef við fáum upplýsingar um að þú hafir brotið skilmálana sem kveðið er á um í þessari lagalegu yfirlýsingu getum við samstundis krafist úrbóta, þ.m.t. með því að koma í veg fyrir að þú notir þjónustu í boði Novartis Pharma AG og fjarlægja allar upplýsingar, gögn og efni sem notandinn hefur sett á vefsíðuna, hvenær sem er og án fyrirvara. Ef við höfum hlotið skaða af broti þínu getum við einhliða leitast eftir að fá greiddar skaðabætur af þinni hendi.

13. Breytingar

Novartis Pharma AG getur hvenær sem er gert breytingar á þessum skilmálum með því að uppfæra þessar færslu. Þú ert bundin/n af þessum skilmálum eins og þeim er breytt og ættir því að heimsækja vefsíðuna með reglulegu millibili til að skoða gildandi notendaskilmála sem þú ert bundin/n af.

Internal approval no COS 2022/06-40/IS.