Notkunarleiðbeiningar
Cosentyx® 75 mg áfyllt sprauta
It looks like you are using an older version of Internet Explorer which is not supported. We advise that you update your browser to the latest version of Microsoft Edge, or consider using other browsers such as Chrome, Firefox or Safari.
Cosentyx® 75 mg áfyllt sprauta
Lestu ALLAR þessar leiðbeiningar áður en þú gefur inndælingu.
Mikilvægt er að þú eða umönnunaraðili reyni ekki að gefa þér lyfið sjálf/sjálfur fyrr en þjálfun hefur fengist hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi.
Askjan inniheldur eina Cosentyx 75 mg áfyllta sprautu sem er innsigluð í plastþynnu.
Mikilvægt er að Cosentyx (secukinumab) 75 mg áfyllta sprautan sé auðveld í notkun fyrir sjúklinginn, heilbrigðisstarfsmann eða umönnunaraðila. Horfðu á myndbandið um hvernig sjúklingar geta sprautað sig sjálfir og taktu eftir því hvað það er sem þú þarft að hafa í huga áður en inndælingin er gefin.
Áður en þú notar Cosentyx 75 mg áfylltu sprautuna í fyrsta sinn á heilbrigðisstarfsmaður með viðeigandi þjálfun að sýna þér hvernig á að sprauta sig með Cosentyx (secukinumabi) á réttan hátt. Láttu heilbrigðisstarfsmanninn vita ef þér finnst þú ekki hafa fengið nægar upplýsingar og/eða þjálfun eða ef þig vantar enn svör við einhverju.
Eftir að lyfið hefur verið gefið virkjast sprautuhlífin þannig að hún hylur nálina. Þetta er ætlað til að hjálpa til við að verja heilbrigðisstarfsmenn, sjúklinga sem gefa sér sjálfir lyf sem ávísað hefur verið af lækni og einstaklinga sem aðstoða sjúklinga sem gefa sér lyfið sjálfir, fyrir áverkum af völdum nálarstunga fyrir slysni.
Varúð: Geymið sprautuna þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Stungustaðurinn er sá staður á líkamanum þar sem þú ætlar að sprauta þig.
Ef umönnunaraðili gefur þér inndælinguna má einnig nota svæðið utanvert á upphandleggjum.
Fjarlægðu nálarhettuna varlega af sprautunni með því að halda um sprautuhlífina. Fargaðu nálarhettunni. Það getur verið dropi af vökva á endanum á nálinni. Það er eðlilegt.
Klíptu varlega saman húðina á stungustaðnum og stingdu nálinni inn eins og sýnt er. Þrýstu nálinni alla leið inn með um það bil 45 gráðu halla til að tryggja að hægt sé að gefa lyfið að fullu.
Haltu sprautunni eins og sýnt er. Þrýstu stimplinum hægt niður eins langt og hann kemst þannig að stimpilendinn sé allur á milli vængjanna á sprautuhlífinni.
Haltu stimplinum alveg niðri á meðan þú heldur sprautunni á staðnum í 5 sekúndur.
Haltu stimplinum alveg niðri meðan þú dregur nálina varlega beint út úr stungustaðnum.
Losaðu hægt um stimpilinn þannig að sprautuhlífin hylji nálina sjálfkrafa.
Það getur verið smá blóð á stungustaðnum. Þú getur þrýst bómullarhnoðra eða grisju yfir stungustaðinn og haldið í 10 sekúndur. Ekki nudda stungustaðinn. Þú getur sett lítinn plástur yfir stungustaðinn ef þörf krefur.
Farga skal notuðu sprautunni í ílát fyrir beitta hluti (lokanlegt, stunguþolið ílát). Vegna öryggis og heilsu þinnar og annarra má aldrei nota aftur nálar og notaðar sprautur.